Draumar og djúpslökun - Jóga Nidra námskeið

Draumar og djúpslökun - Jóga Nidra námskeið

Upphaflegt verð
15.900 kr
Tilboðsverð
15.900 kr
Upphaflegt verð
Uppselt
Unit price
per 
Virðisaukaskattur innifalinn.

Vertu velkomin með í ferðalag innávið til að að styrkja eigin tengingu við hvíld og kvöldrútínu fyrir nætursvefninn.

Á þessu sérnámskeiði er boðið er upp á hlýja jurtadrykki frá Anima Mundi sem styðja við að sefa og næra öll kerfi líkamans, allir fá uppskriftir til að nýta sér heima að vild. Farið verður í gegnum grunnöndunaræfingar, einfaldar hugleiðslur sem eru iðkaðar í gegnum meðvitaða slökunanaraðferð sem kallast yoga nidra

Þetta er einföld æfing í að hvíla líkama og huga á meðan iðkandi er vakandi en dvelur í hvíldarstöðu. Yoga Nidra djúpslökun hentar vel til að bæta heildræna líðan og getur stutt við nætursvefn. Þá verður einnig farið í  grunnaðferðir til að skapa sér innri ásetning sem nærir og styður iðkanda í daglegu lífi.

Sérstök áhersla verður á að skoða eigin upplifanir og drauma  sem við tengjumst við í gegnum djúpslökun, mælt er með að þáttakendur skoði og jafnvel skrifi/teikni sínar upplifanir í draumabók fyrir sína eigin úrvinnslu Fimmtudagar.

Hentar fólki á öllum aldri á öllum getustigum
Klukkan 20.00-21.00
Verð 15.900
Tímabil 9 - 30 júní
Kennari: Þorgerður Gefjun

Í upphafi hvers tíma mætumst við hvert og eitt á okkar dýnu og skálum í sérlöguðum jurtadrykk frá Anima Mundi (vegan). Boðið er uppá einfaldar jógastöður sem hjálpa líkamanum að undirbúa sig fyrir djúpslökun og draumferð. Í lokin er stutt rými til að skrifa/teikna fyrir sig áður en við kveðjumst. Mælt er með að hver þáttakandi komi með eigin dagbók og skriffæri/liti að vild til að styðja við sína persónulegu úrvinnslu og upplifanir.