Mjúkt jóga fyrir konur

Mjúkt jóga fyrir konur

Upphaflegt verð
19.900 kr
Tilboðsverð
19.900 kr
Upphaflegt verð
Uppselt
Unit price
per 
Virðisaukaskattur innifalinn.

Lokað 4 vikna námskeið ætlað konum.
Mjúkir tímar fyrir konur sem vilja dekra við líkama og sál á mildan hátt. Við mætum okkur á dýnunni þar sem við erum hverju sinni, tökum stöðuna á eigin líðan og vinnum út frá því. Megin áhersla verður lögð á mjúkar jógastöður, öndun og slökun og unnið verður út frá hatha jóga, yin jóga og jóga nidra (djúpslökun). Hentar öllum þeim sem hafa áhuga á að tileinka sér aðferðir til að slaka á líkama og öðlast meiri hugarró. Hreyfingarnar henta þeim sem vilja byrja rólega og jafnvel þeim sem eiga við væga stoðkerfisverki.

Kennari: Drífa Atladóttir
Hvenær: mánudaga og miðvikudaga klukkan 10.00-11.00
Tímabil: 4.- 27. október 2021
Verð: 19.900kr - innifalið er mæting í alla opna tíma á töflu.