Um Kali Verslun
Kali er lífsstílsverslun sem leggur áherslu á vellíðan og hreinar og nærandi vörur fyrir líkama og sál. Hún var stofnuð í október 2020 eftir að hafa byrjað sem lítil verslun í Jógastúdíó.
Nafnið kemur frá gyðjunni Kali úr Hindúisma. Hún er öflugasta form kvenorkunnar, verndari tímans, bindur enda á blekkingar okkar og færir okkur frelsi frá efnislíkama okkar. Hún tortímir því illa til að vernda hið saklausa.
Meðal vörumerkja sem við erum með eru Anima Mundi, Dreamy Moon,
Mahō Sensory, Opal + Sage, Jomeis Fine Foods,
Manduka, MoonBath og Ruk'u'x Ulew cacao
Væntanleg vörumerki eru m.a. Among The Flowers
Heildsala
Kali býður einnig upp á heildsölu á vörumerkjunum Anima Mundi,
Mahō Sensory, Opal + Sage og Jomeis Fine Foods. Ef þú hefur áhuga á að gerast heildsöluviðskiptavinur skaltu hafa samband við okkur í gegnum netfangið jogastudio@jogastudio.is
Eigandi Kali er Drífa Atladóttir en hún á einnig Jógastúdíó, hún er með BA í uppeldis- og menntunarfræði frá Háskóla Íslands og með MA próf í lýðheilsuvísundum frá Háskóla Reykjavíkur, auk þess að hafa fjölbreytta jógamenntun.
Kali lógóið hannaði Júlíus Valdimarsson grafískur hönnuður.
Vilda markaðsstofa hannaði og setti upp vefverslunina.