
Bókin inniheldur fróðleik um tunglið og stjörnuspeki, ræktun og tínslu jurta í takti með tunglinu og fróðleik um tíðahringinn.
Bókin er skipulagsbók með viku á opnu, sér opnu fyrir hvern mánuð og skipulags opnu í byrjun hvers mánaðar. Eins er ein síða til að skrifa á fyrir hvert fullt og nýtt tungl.
Á hverjum degi sjáum við stöðu tunglsins og helstu afstöður himintunglanna og getum þannig fylgst með gangi þeirra.